Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild keypti í dag tvær milljónir hluta í Tryggingamiðstöðinni (TM). Eignarhlutur lífeyrissjóðsins fór við það upp í 5,21%, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar.

Ekki kemur fram í flögguninni hvert kaupverðið var. Gengi hlutabréfa TM hækkaði um 1,32% í kjölfar birtingar uppgjörs félagsins í morgun og endaði það í 30,60 krónum á hlut. Miðað við það má ætla að kaupverð bréfanna liggi í kringum 61,2 milljónir króna. Til samanburðar nam heildarveltan með hlutabréf TM í dag 238 milljónum króna.