Sala á gamla sendiráði og sendiráðsbústað Bandaríkjanna við Laufásveg 19-23 og Þingholtsstræti 34 til félagsins Laxamýri ehf. er á lokametrunum. Félagið er í eigu Hjalta Gylfason og Jónas Más Gunnarssonar, en þeir reka einnig verktaka- og fasteignaþróunarfélagið Mannverk.

Hugmyndir eru uppi um að breyta fasteignunum sem í íbúðarhúsnæði. Húsnæðið er í fjórum byggingum, alls ríflega tvö þúsund fermetrar, með sameiginlegum garði í miðjunni. Croisette Real Estate Partner á Íslandi sá um sölu eignarinnar en ásett verð var 720 milljónir króna. Sendiráð Bandaríkjanna keyptu fyrstu fasteignina við Laufásveg árið 1947 en fluttu sendiráðið nýlega á Engjaveg 7.

Laxamýri sendi Reykjavíkurborg bréf í mars þar sem óskað var eftir samstarfi við skipulagssvið vegna breytinga á húsnæðinu þar sem félagið hefði áhuga á að breyta notkun hússins úr skrifstofum í íbúðarhúsnæði í samræmi við upprunalega notkun húsnæðisins. Bent var á að fasteignirnar væru skráðar sem íbúðarhús og því væri ekki verið að breyta samþykktri nýtingu þeirra. Hins vegar væri ekki til deiliskipulag um svæðið og því var óskað eftir samstarfi við borgaryfirvöld.

„Bæði fasteignin og fallegur inngarður hafa verið lokuð almenningi í yfir 50 ár með háum girðingum og mikilli öryggisgæslu. Það er trú eigenda að með því að lækka/fjarlægja girðingar og fylla húsin af íbúum í stað öryggisvarða mun borgarmyndin bætast til muna,“ segir í bréfinu.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á tímum verðbólgu og hækkandi stýrivaxta.
 • Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki lýkur stórri fjármögnun, m.a. til að setja meira í þróun og rannsóknir á Íslandi.
 • Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum á ný eftir faraldurinn, en sætaframboðið í sumar verður meira en árið 2019.
 • Umfjöllun um Streng fjárfestingafélag og fjármögnun kaupanna á Skeljungi.
 • VAXA Technologies er íslenskt hátæknifyrirtæki sem mun á næstu mánuðum setja á markað átta til tíu vörur undir vörumerkinu ÖRLÖ.
 • Farið er yfir breytingar á virði Íslandsbanka undanfarin ár og virði þess miðað við erlenda banka.
 • Rætt er við Sigríði Rakel Ólafsdóttir sem hefur tekið við sem markaðsstjóri Öskju bílaumboðs.
 • Fjölmiðlarýnir fjallar um rannsóknarblaðamenn og aðra blaðmenn.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað, auk Týs sem fjallar satíru Jóhanns Páls Jóhannsonar.
 • Óðinn fjallar um heimatilbúna verðbólgu og pólitískan dómgreindaskort.
 • Veglegt sérblað í tilefni af Samorkuþingi fylgir Viðskiptablaðinu.