*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 23. janúar 2020 08:22

Kaupa helmingshlut í Trackwell

Fyrrverandi forstjórar Arctic Adventures og Iceland Seafood er meðal þeirra sem kaupa helmingshlut í Trackwell af Frumtaki.

Höskuldur Marselíusarson
Jón Þór Gunnarsson segir mikil tækifæri felast í starfsemi Trackwell.
Eva Björk Ægisdóttir

Jón Þór Gunnarsson, sem hætti sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures í sumar, hefur keypt ásamt hópi fjárfesta og starfsmanna rétt tæplega helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Trackwell, af Frumtaki og tveimur einstaklingum. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðina, en í viðskiptunum selur Frumtak allan sinn hlut, sem samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2018 nam 32,46%.

Fjárfesting Frumtaks í hugbúnaðarfyrirtækinu í ársbyrjun 2009 var sú fyrsta hjá fjárfestingarsjóðnum, en hann var stofnaður af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, viðskiptabönkunum og sex lífeyrissjóðum. Auk Jóns Þórs sem kaupir 27,2% hlut og hóps starfsmanna sem kaupa um 8% hlut, kaupir félagið Skrákur 13,4% hlut. Að því skemmtilega stafsetta fyrirtæki standa þeir Helgi Anton Eiríksson, fyrrverandi forstjóri Iceland Seafood International, Ólafur Friðrik Gunnarsson, Berglind Jóhannsdóttir, Guðmundur Hjaltason  og Ólafur Johnson.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér