Nýlega var gengið frá kaupum þeirra bræðra Sigurjóns og Ríkharðs Sigurðssona á hlutum í félaginu Exton ehf. Exton er þekkingarfyrirtæki sem leigir út og selur hljóð-, ljós- og myndbúnað til viðburða og hefur starfsstöðvar á Íslandi, Danmörku og Noregi.

Ríkharð mun taka við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en frá víkur Halldór Jörgensson sem hefur starfað sem tímabundinn framkvæmdastjóri síðustu 15 mánuði. Sigurjón mun þá starfa sem sölustjóri fyrirtækisins.