Gildi lífeyrissjóður keypti í dag 4,8 milljónir hluta í Vodafone. Við það fór eignahlutur lífeyrissjóðsins úr 4,36% í 5,77% og þau því tilkynningaskyld. Ætla má að Gildi sé nú þriðji stærsti hluthafi Vodafone. Samkvæmt hluthafalista Vodafone á MP Banki 5,7% hlut í Vodafone og var það þriðji stærsti hluthafinn fyrir hlutabréfakaup Gildis.

Eftir viðskiptin á Gildi lífeyrissjóður 19.651.448 hluti í Vodafone. Gengi hlutabréfa Vodafone hækkaði um 2,69% í rétt rúmlega 477 milljóna króna veltu með hlutabréf félagsins. Það endaði í 34,4 krónum á hlut. Miðað við lokagengi bréfa Vodafone má ætla að viðskipti Gildi lífeyrissjóðs hafi numið í kringum 165 milljónum króna.