Færst hefur í vöxt að fjárfestar frá Miðausturlöndum og Suðaustur-Asíu eignist áberandi hluti í vestrænum fjármálastofnunum.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að þetta hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu dögum. Kínversk stjórnvöld stofnsettu í haust fjárfestingarsjóð, sem er með 200 milljarða, Bandaríkjadala umleikis, í þeim tilgangi að ávaxta gjaldeyrisforða landsmanna. Stefnir sjóðurinn m.a. að því að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum sem hafa orðið illilega fyrir barðinu á undirmálslánakrísunni og að setja upp skrifstofur í helstu fjármálaborgum heimsins.