Grænlenska fyrirtækið Arctic Circle Carrier , sem var stofnað til að hafa umsjón með uppsetningu, fjármögnun og rekstri nýrrar lausnar til að opna landsamgöngur á Grænlandi, hefur samið við íslenska fyrirtækið Jaka ehf.

Í samstarfssamningnum felst að þrjár sérstakar Grænlandsútgáfur Ísar bifreiða verða afhentar Arctic Circle Carrier á árinu 2021.  Verða bifreiðarnar fyrst nýttar til að opna landsamgöngur á milli Kangerlussuaq og Sisimiut -bæjar í sveitarfélaginu Qeqqata .

„Íslenska fyrirtækið Jakar ehf hefur þróað „Ísar Roadless Rapid Transit heildarlausn sem gerir landsamgöngur víða um heim kleifar án teljandi vegagerðar. Arctic Circle Carrier er fyrsti kaupandi þeirrar lausnar," segir í fréttatilkynningu.  Í henni kemur jafnframt fram að fyrsta árið muni Jakar sjá um rekstur bifreiðanna og akstur. Á þeim tíma verði heimafólk þjálfað til að taka yfir reksturinn til framtíðar.

Ísar
Ísar
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Malik Berthelsen, borgarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka ehf./Ísar bíla og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle Carrier IVS.

Ísar
Ísar
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fyrirhuguð 150 km Arctic Circle Road leið milli Kangerlussuaq flugvallar og Sisimiut-bæjar.