*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 13. janúar 2020 15:10

Kaupa íslenska ofurjeppa

Sérútbúnir alíslenskir jeppar verða notaðir í ferðir á milli Kangerlussuaq og Sisimut á Vestur-Grænlandi.

Ritstjórn
Sérstök Arctic Max útgáfa af Ísar fólksflutningajeppanum fyrir Arctic Circle Carrier á Grænlandi getur flutt allt að 24 farþega og er knúinn vistvænu Vulcanol metanóleldsneyti frá Carbon Recycling International í Svartsengi.
Aðsend mynd

Grænlenska fyrirtækið Arctic Circle Carrier, sem var stofnað til að hafa umsjón með uppsetningu, fjármögnun og rekstri nýrrar lausnar til að opna landsamgöngur á Grænlandi, hefur samið við íslenska fyrirtækið Jaka ehf.

Í samstarfssamningnum felst að þrjár sérstakar Grænlandsútgáfur Ísar bifreiða verða afhentar Arctic Circle Carrier á árinu 2021.  Verða bifreiðarnar fyrst nýttar til að opna landsamgöngur á milli Kangerlussuaq og Sisimiut-bæjar í sveitarfélaginu Qeqqata.

„Íslenska fyrirtækið Jakar ehf hefur þróað „Ísar Roadless Rapid Transitheildarlausn sem gerir landsamgöngur víða um heim kleifar án teljandi vegagerðar. Arctic Circle Carrier er fyrsti kaupandi þeirrar lausnar," segir í fréttatilkynningu.  Í henni kemur jafnframt fram að fyrsta árið muni Jakar sjá um rekstur bifreiðanna og akstur. Á þeim tíma verði heimafólk þjálfað til að taka yfir reksturinn til framtíðar.

Malik Berthelsen, borgarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka ehf./Ísar bíla og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle Carrier IVS.

Fyrirhuguð 150 km Arctic Circle Road leið milli Kangerlussuaq flugvallar og Sisimiut-bæjar.

Stikkorð: Ísar