Dýr verða stundum fyrir tjóni, líkt og mannfólkið. Í einhverjum tilfellum kemur líka fyrir að þau valdi tjóni á öðrum svo að eigandinn verði skaðabótaskyldur. Stóru tryggingafélögin bjóða upp á tryggingar sem bæta upp að vissu marki tjón sem verður á eða af völdum dýra.

Hundar verðmætari en kettir

Björn Friðrik Brynjólfsson, fjölmiðlafulltrúi VÍS, segir að upphæðir líftrygginga taki mið af markaðsaðstæðum. „Eins og staðan er í dag þá er markaðsvirði hunda almennt hærra en katta,“ segir Björn. Algengara er að fólk greiði háar fjárhæðir fyrir hreinræktaða hunda sem séu þá falir fyrir hundruð þúsunda, þó að dýrir kettir fáist vissulega líka.

Eina tryggingafélagið sem tryggir önnur dýr en hunda og ketti er TM, en félagið býður upp á að fuglar séu tryggðir frá 10 vikna aldri. Er þá alla jafna um að ræða dýra páfagauka sem hafa háan lífaldur.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins um lífeyri og tryggingar sem kom út á fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .