Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) bætti við sig tveimur milljónum hluta í Eimskipi í dag. Á sama tíma seldu sjóðir í stýringu hjá Stefni, dótturfélagi Arion banka, jafn marga hluti. Gengi hlutabréfa Eimskips hefur hækkað um 0,18% í Kauphöllinni í dag og stendur það í 275 krónum á hlut. Ætla má að kaupverðið hafi numið í kringum 551 milljón króna. Heilddarvelta með hlutabréf Eimskips í Kauphöllinni nema nú 581,4 milljónum króna.

Fram kemur í flöggunartilkynningu að undirsjóðir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eigi samanlagt 5,9% hlut í Eimskipi eftir viðskiptin. Þar af Lífeyrissjóður starsfmanna ríkisins A-deild 3,52% hlut en átti 2,8%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild 2,05% en hann átti fyrir 1,62% hlut. Þá á Lífeyrissjóður starfsmanna séreign 0,03% og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 0,29% hlut í Eimskipi.