*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 10. mars 2015 09:52

Kaupa rannsóknarhluta Capacent

Starfsmenn rannsóknarsviðs Capacent hafa keypt rannsóknarhluta fyrirtækisins.

Ritstjórn

Starfsmenn á rannsóknarsviði Capacent hafa keypt rannsóknarhluta fyrirtækisins. Rannsóknarsviðið sem starfað hefur undir merkjum Capacent Gallup mun framvegis starfa undir merkjum Gallup. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gallup og Capacent. 

Ráðgjafar- og ráðningasvið Capacent er óbreytt og er félagið áfram í eigu starfsmanna. Markmið þessara breytinga er að skerpa áherslur Capacent í ráðgjöf og ráðningarþjónustu og Gallup í rannsóknum og upplýsingaþjónustu.

Capacent er ráðgjafarfyrirtæki þar sem unnið er að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra verkefna á sviði stefnumótunar, ráðninga, rekstrar, fjármála og upplýsingatækni. Hjá Capacent starfa um 50 ráðgjafar.

Gallup hefur áratuga langa sögu á sviði rannsókna á Íslandi. Fjöldi fastráðinna starfsmanna er 36 í Reykjavík og á Akureyri.

Capacent og Gallup starfa bæði í Ármúla 13 og munu halda þar áfram samstarfi sínu.

Stikkorð: Capacent Gallup Capacent Gallup