*

miðvikudagur, 22. janúar 2020
Innlent 23. júlí 2019 16:19

Kaupa Rekstrarfélag Virðingar af Kviku

Arium ehf. hefur fest kaup á Rekstrarfélagi Virðingar af Kviku banka.

Ritstjórn
Gísli Valur Guðjónsson eigandi Atrium.
Aðsend mynd

Atrium ehf. hefur fest kaup á Rekstrarfélagi Virðingar af Kviku banka. Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir að eftirlitið hafi metið Atrium og Gísla Val Guðjónsson, eiganda félagsins, hæft til að hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Rekstrarfélagi Virðingar.

Kvika keypti Virðingu árið 2017 en hefur síðan sameinað mest af starfsemi Virðingar við önnur félög innan samstæðu Kviku.

Gísli er framkvæmdastjóri MF1, sem er fjárfestingafélag í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum sem og stjórnarformaður Opinna kerfa. Hann hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá árinu 2015. Áður starfaði hann við áhættustýringu hjá Glitni og Íslandsbanka, lánasviði Straums-Burðarás og ALMC. Hann var einnig forstöðumaður hjá eignastýringu Straums Fjárfestingabanka. Gísli er með M.Sc. gráðu í hagverkfræði frá Universität Karlsruhe.