Nú hafa Foxconn og Sharp staðfest að fyrirtækið fyrrnefnda muni kaupa Sharp fyrir um 780 milljarða íslenskra króna. Foxconn er taívanskur raftækjaframleiðandi, en það er fjórða stærsta upplýsingatæknifélag í heimi ef miðað er við viðskiptaveltu.

Sharp er japanskt raftækjafyrirtæki, en það var stofnað árið 1912 og er því meira en 100 ára gamalt. Fyritækið er sérstaklega þekkt fyrir hönnun og framleiðslu sjónvarpa, en auk þess framleiðir það samskiptatæki og ýmis konar hugbúnað.

Kaupverðið tekur mið af spám um tækniframfarir Sharp í skjáframleiðslu, en miðað við þær mun fyrirtækið hafa aukið heilum 2,3 milljörðum Bandaríkjadala við tekjur sínar fyrir árið 2019.