Í fyrra keyptu íslensku álverin þjónustu af um 700 fyrirtækjum fyrir um 25 milljarða króna. Kom þetta fram í máli Ragnars Guðmundssonar, formanns Samáls, samtaka álframleiðenda, á ársfundi samtakanna fyrr í vikunni. Sagði Ragnar að um 10% af vergri landsframleiðslu verði til vegna fyrirtækja í orku-áliðnaði.