Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að gjaldeyrisinnflæði vegna ferðamanna ætti að vera meira heldur en í fyrra, þar sem ferðamönnum fjölgaði um 30% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins. Fullyrða megi að aukið innflæði hafi ekki leitt til styrkingar krónunnar undanfarið, en ekki sé hægt að segja nákvæmlega hvað veldur.

Í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins var fjallað um gengi krónunnar á sumarmánuðum. Þróunin hefur verið ólík milli ára en í fyrra styrktist gengið hratt, sérstaklega í júlí og ágúst.

„Það getur verið að einhverjir aðilar kaupi upp innstreymið. Það er ekki ólíklegt að að einhverjir aðilar hafi nýtt sér aukið framboð gjaldeyris á markaði til að afla sér gjaldeyris vegna útgjalda, til uppgreiðslu lána, framkvæmda eða í önnur verkefni sem veldur að því aukið gjaldeyrisinnflæði vegna ferðamanna komi ekki fram í sterkari krónu,“ segir Ingólfur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .