Flugfélagið United Airlines stefnir á að kaupa allt að 100 vetnisknúnar flugvélar, en flugfélagið hefur fjárfest 35 milljónum dala í breska félaginu ZeroAvia sem sérhæfir sig í að nota vetni sem orkugjafa fyrir flugvélar. Þetta kemur fram í frétt frá CNBC .

Scott Kirby, forstjóri flugfélagsins, segir að vetnisknúnar flugvélar séu með heillavænlegri leiðum að mengunarfríum flugferðum, en flugfélagið gerir ráð fyrir að kaupa 50 flugvélar frá ZeroAvia, með möguleika á að kaupa 50 vélar til viðbótar. Flugvélar ZeroAvia eru án útblásturs og 100% vetnisknúnar.

Fjöldi fyrirtækja í fluggeiranum hafa verið með áætlanir að undanförnu varðandi minnkun útblásturs flugvéla. Má þar nefna fyrstu rafmagnsflugvél Rolls Royce sem fór í jómfrúarferð sína fyrr á árinu, sem varði í fimmtán mínútur. Auk þess fór fyrsta vetnisknúna flugvél frá ZeroAvia sína jómfrúarferð í septembermánuði í fyrra