Bandaríska lyfjafyrirtækið Watson hagnaðist um 54,8 milljónir dala, jafnvirði rúma 6,9 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar nam hagnaðurinn 45,3 milljónum dala á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Reuters-fréttastofunnar.

Fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins að tekjur hafi numið 1,52 milljörðum dala, jafnvirði tæpra 200 milljarða íslenskra króna, sem er 73% aukning á milli ára. Á sama tíma í fyrra námu tekjur 876,5 milljónum dala.

Þetta var umfram væntingar greiningaraðila.

Tilkynnt var um kaup Watson á Actavis í síðustu viku fyrir 5,6 milljarða dala, jafnvirði um 700 milljarða íslenskra króna. Matsfyrirtæki sögðu kaupin stóran bita fyrir Watson að kyngja, sérstaklega í ljósi þess að kaupin eru fjármögnuð með lánsfé. Matsfyrirtækið Fitch sett skuldabréf Watson í kjölfarið á athugunarlista and Standard & Poor's færði lánshæfiseinkunnir niður.