Finnski fjárfestingasjóðurinn CapMan í samstarfi við franska sjóðinn L Capital munu brátt ganga frá kaupum á dönsku íþróttavörukeðjunni Sportmaster. Straumur hefur yfirumsjón og veitir ráðgjöf við söluna. Íslenski sjóðurinn Arev var lengi vel orðaður við Sportmaster, en ekki rættist úr þeim kaupum. Frá þessu er greint í Børsen

CapMan mun þó taka við stjórn Sportmaster, og kemur þannig í stað Arev sem hætti við kaupin á síðustu stundu í sumar. Það var vegna fjármögnunarvandræða, að því er kemur fram í Børsen.

Intersport, önnur keðja sem fyrirhugað var að skipta um eigendur á, verður ekki seld að sinni.