Leggja á kaupaukakerfi Kviku banka niður þar sem FME telur það ekki standast lög. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Samkvæmt heimildum blaðsins telur FME að 400 milljón króna greiðsla starfsmanna bankans sem voru B-hluthafar hafi ekki verið ólögleg. Bankinn hafi óskað eftir að leysa málið með sátt og sektargreiðslur. Þá hafi bankinn þegar innleyst B-hluti starfsmanna í bankanum.

Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Kvika banki óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart FME með sátt og greiðslu sektar.

Samkvæmt reglum um kaupauka til starfsmanna fjármálafyrirtækja megi slíkar greiðslur ekki nema meira en 25 prósentum af árslaunum skal fresta að lágmarki 40 prósent greiðslunnar í að minnsta kosti þrjú ár.