Jonathan B. Roubini, bandarískur fjárfestir frá Alaska, hyggst kaupa fjórðungshlut í KEA hótelunum í samstarfi við fjárfestingarsjóðinn Pt Capital Advisors, sem hyggst kaupa fjórðunginn. Stefnt er að því að Íslenskir fjárfestar eigi síðasta fjórðunginn.

Þetta kemur fram í frétt Túrista , en fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital er sá sami sem upphaflega ætlaði að kaupa allt hlutafé í símafyrirtækinu Nova. Það fór þó þannig að félagið eignaðist helming á móti Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar og nokkrum stjórnendum Nova.

Heildarkaupverð Kea hótelanna nemur um 5,3 milljörðum íslenskra króna, en Hugh Short, stjórarformaður og forstjóri Pt Capital, segir skattahækkanir á greinina hafa kælandi áhrif. „Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein enda fjöldi Íslendinga sem hefur lifibrauð sitt af henni,“ segir Short. „Skattastefna sem væri ferðaþjónustunni vinsamleg myndi efla áframhaldandi vöxt hagkerfisins."