Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga vinn­ur um þessar mundir að því að kaupa Bitru­háls 2 í Reykja­vík þar sem Osta- og smjör­sal­an var áður til húsa. Er markmið félagsins að sam­eina Esju kjötvinnslu Kjöt­bank­an­um og Galle­rí Kjöti í hús­næðinu en fyr­ir­tæk­in eru öll í eigu kaup­fé­lags­ins. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Haft er eft­ir Ágústi Andrés­syni, for­stöðumanni Kjötaf­urðastöðvar KS, að til­gang­ur­inn sé „að koma okk­ur vel fyr­ir á aðal­markaðnum á höfuðborg­ar­svæðinu með aðstöðu til ákveðinn­ar fram­leiðslu, úr­vinnslu á afurðum okk­ar og sölu og dreif­ing­ar.“

Markmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnu­grís og Ali.

Í fréttinni segir jafnframt að Sam­keppnis­eft­ir­litið telji samruna KS sölu, dótt­ur­fé­lags KS, Esju Gæðafæðis og Galle­rís Kjöts ekki valda því að markaðsráðandi staða mynd­ist.