Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur keypt 60% hlut í Sláturhúsinu á Hellu og 60% hlut í Kjötbankanum í Hafnarfirði. Fyrir átti KS 40% hlut í Kjötbankanum en á nú fyrirtækið allt.

Fram kemur í Bændablaðinu í dag að kaupverð hafi ekki verið gefið upp. Kaupin hafi hafi verið tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins í gær og séu þau háð samþykki stofnunarinnar.

Í Bændablaðinu segir jafnframt að Kaupfélag Skagfirðinga reki fyrir afurðastöð á Sauðárkróki en þar er slátrað sauðfé, nautgripum og hrossum. Þá á KS 50% hlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Allt í allt sé KS með 35% hlutdeild í sauðfjárslátrun og vinnslu í landinu. Með kaupunum nú verði hlutfallið svipað í nautakjöti og stefni í svipað hlutfall í hrossaslátrun.