Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hagnaðist um 2,128 milljarða á síðasta ári en samstæðan skilaði um 1,7 milljarða hagnaði árið 2013. Það þýðir um 25% hækkun á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi KS fyrir árið 2014 sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Samtals voru tekjur af rekstri samstæðunnar um 25,6 milljarðar króna samanborið við 28 milljarða árið áður.

Eignir í lok árs 2014 voru tæpar 35 milljarða króna samkvæmt ársreikningi og skuldir um 10,5 milljarðar króna.