Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 1.850,2 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 2.128,6 milljóna króna hagnaði árið 2014, en er hér miðað við afkomu fyrirtækjasamstæðunnar.

Velta jókst verulega milli ára. Nam hún 26,9 milljörðum króna árið 2014, en var 32,2 milljarðar í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir jókst lítillega og nam rúmum 4,2 milljörðum króna í fyrra. Hagnaður fyrir tekjuskatt dróst hins vegar saman um tæpar 400 milljónir milli ára og nam 2,4 milljörðum í fyrra. Skýrsti það annars vegar af því að afskriftir voru 330 milljónum króna meiri í fyrra en árið á undan auk þess sem áhrif fjármagnsliða voru neikvæð um 427 milljónir í fyrra, en um 312 milljónir árið á undan.

Eignir Kaupfélagsins námu í árslok 2015 37,1 milljörðum króna. Skuldir námu 10,7 milljörðum króna og þar af voru langtímaskuldir 3,1 milljarður. Eigið fé að meðtaldri hlutdeild minnihluta nam 26,4 milljörðum króna um síðustu áramót.

Meðal dótturfélaga kaupfélagsins er útgerðarfyrirtækið FISK Seafood, Fórðurfélagið, Íslenskar sjávarafurðir og Vogabær. Þar af er FISK seafood langverðmætasta eignin og er bókfært virði eignarhlutarins um 19,4 milljarðar króna.