Kaupfélag Borgfirðinga hefur auglýst Digranesgötu 4 í Borgarnesi til sölu. Þar má finna veitingastaðurinn Food Station sem hefur verið rekinn af kaupfélaginu.

Húsið var byggt árið 2019 og er ríflega þúsund fermetrar en það stendur við hlið verslunar Bónuss nærri Borgarfjarðarbrú.

Fasteignin er ein verðmætasta eign Kaupfélags Borgfirðinga og var var metin á 463 milljónir króna í árslok 2019 í bókum kaupfélagsins.

Í fasteignaauglýsingunni segir að mikil tækifæri séu til að auka viðskipti Food Station sem hafi farið ört vaxandi.

Í veitingasalnum er leyfi fyrir 120 manns í sætum en í húsinu má einnig finna 148 fermetra óinnréttað rými sem hugsað var undir verslun, en er sagt geta nýst undir annars konar starfsemi.

Einnig er sagt að komi til álita að leigja fasteignina traustum aðilum. NES fasteignasala sér um sölu eignarinnar.