Blaðið Úr Kauphöllinni fylgdi Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Í blaðinu má lesa um gengi fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina á öðrum ársfjórðungi, kennitölur þeirra á fyrri hluta ársins og mat greininga á uppgjörunum. Í blaðinu er m.a. rætt við greinendur fyrirtækjanna og þeir spurðir út í hvernig þeim fannst uppgjörin á öðrum ársfjórðungi.

Í blaðinu má jafnframt lesa ítarlega umfjöllun um gengi nokkurra hlutabréfa og skuldabréfasjóða sem reknir eru hér á landi.

Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .