Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi í Kauphöllinni. Markaðsaðilar fara þó varlega í skoðunum sínum á lækkunum og virðast ekki óttast mikla lækkun. "Ekki er nema eðlilegt að markaðurinn gangi að hluta til baka eftir þær miklu hækkanir sem verið hafa síðustu mánuði. Í því felast einfaldlega eðlileg skoðanaskipti meðal fjárfesta á markaði. Tíðindi og álit á efnahagsumhverfinu síðustu daga hafa hér áhrif á viðhorf fjárfesta," segir greiningardeild Íslandsbanka í Morgunpunktum sínum.

Úrvalsvísitalan stendur nú í 4.502 stigum en markaðurinn var á þeim slóðum 19. ágúst.