Bandaríska kauphöllinn New York Stock Exchange (NYSE) greindi frá því í gær að félagið hefur samþykkta að sameinast evrópsku kauphöllina Euronext, segir í frétt frá Dow Jones Newswires. Sameinuð kauphöll verður fyrsta stóra kauphöllin sem starfar beggja vegna Atlantshafs.

Samruninn, sem upphaflega var metinn á um tíu milljarða Bandaríkjadala, markar tímamót í alþjóðaviðskiptaumhverfinu, segir í fréttinni.

Með samrunanum verður til nýtt fyrirtæki, NYSE Euoronext, og markaðsvirði fyrirtækisins verður um 20 milljarðar Bandaríkjadala (um 1.420 milljarðar króna), og heildarverðmæti fyrirtækja á skrá markaðarins verður þá það hæsta í heimi, eða um það bil 27 þúsund milljarðar Bandaríkjadala (um 1,7 milljónir milljarða króna).