Kauphöll Íslands hlaut árleg verðlaun Business Britain Magazine fyrir að stuðla að hagvexti í íslensku efnahagslífi (?Award for Services to Indigenious Economic Growth 2005/2006"). Business Britain Magazine hefur veitt verðlaun eftir mismunandi þemum síðan 2002. Í þetta skipti voru verðlaunin veitt í flokki alþjóðaviðskipta (Global Trade).

Í frétt í nýjustu Kauphallartíðindum kemur fram að þetta er í fyrsta skipti sem kauphöll hlotnast slík verðlaun. Business Britain Magazine er í beinni (152.000 áskrifendur) og óbeinni dreifingu um Evrópu, sem og Afríku og Mið-Asíu. Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um fyrirtæki og fjármálamarkaði á
þessum slóðum.

Seint á síðasta ári birti tímaritið grein um Kauphöllina, sem hluta af umfjöllun þeirra um alþjóðlega fjármálamarkaði. Stjórn tímaritsins tilnefndi Kauphöllina til verðlaunanna sem að þessu sinni beindust einungis að fyrirtækjum sem starfa á alþjóðlegum vettvangi.

Eftirfarandi viðmið voru sett fyrir verðlaununum og voru gefin stig fyrir hvern þátt: Vörur og þjónusta, kynningar- og markaðsmál, framlag til hagvaxtar á heimamarkaði, viðbrögð lesenda, líkleg arðsemi fjárfestinga, tengsl við viðskiptavini sem og stuðningur eða önnur þjónusta við hagsmunaaðila.

Í tilefni af þessum verðlaunum mun birtast þriggja síðna umfjöllun um Kauphöllina í mars/apríl tölublaði ásamt myndum. Auk þessa mun birtast tveggja og hálfs mínútna dagskrá um Kauphöllina í kvöldfréttum Sky News þann 8. apríl nk. Sky News hefur dreifingu til u.þ.b. 80 milljóna manna.

"Starfsfólk Kauphallarinnar er afskaplega ánægt með að hafa hlotið þennan heiður, en þau beinast ekki einungis að starfsemi Kauphallarinnar heldur einnig að mörgum öðrum þáttum í íslensku efnahagslífi," segir í Kauphallartíðindum. sem hafa gert Kauphöllinni kleift að starfa af heilindum til handa íslenskum fjármálamarkaði.