Nasdaq tilkynnti í morgun að kauphallir samstæðunnar í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn, Reykjavík, Tallinn, Riga og Vilníus hefðu tekið saman höndum um að vera með í verkefni Sameinuðu þjóðanna um sjáfbærar kauphallir.

Verkefninu er ætlað að rannsaka hvernig kauphallir, ásamt fjárfestum, eftirlitsaðilum og skráðum fyrirtækjum geta hvatt aukins gagnsæis og sjálfbærni í samfélagi, umhverfi og í stjórnarháttum fyrirtækja.

Kynningarfundur var haldinn um málið í Helsinki í dag en verkefninu var hrundið úr vör af aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon árið 2009.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni um málið segir:

„Við erum mjög stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og við munum fara í að kanna hvernig Kauphöllin getur stutt við og eflt samstarf við skráð fyrirtæki og fleiri um sjálfbærni á verðbréfamarkaði.“