Vegna mistaka opnaði Kauphöll Íslands fyrir hefðbundinn opnunartíma í morgun. Kristín Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Nasdaq OMX Iceland, segir að um sé að kenna tæknilegum vandræðum.

Sumartími GMT tók gildi í gær.

Í tilkynningu til Kauphallar frá Kauphöllinni kemur fram að þau viðskipti sem fóru fram í morgun hafi verið stöðvuð og þeim eytt.

Alls höfðu verið gerð um 800 milljóna króna viðskipti á skuldabréfamarkaði.

Kauphöllin opnar klukkan 10. Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Kristín koma því á framfæri að Kauphöllin vill biðjast velvirðingar á því ef mistökin leiddu til erfiðleika fyrir fjárfesta.