Frá og með 31. mars 2006 hefur sameinað embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra á Bretlandi veitt Kauphöll Íslands viðurkenningu sem kauphöll samkvæmt kafla 841(1)(b) í lög um tekju- og fyrirtækjaskatt frá 1988, segir í tilkynningu.

Hugtakið ?viðurkennd kauphöll? er að finna í breskum skattalögum og skattareglugerðum. Til dæmis er það notað í samhengi við ?lokuð hlutafélög? í kafla 415 í ICTA, og í skilgreiningu um fjárfestingar sem hafa má í PEPs (e. Personal Equity Plans) og ISAs (e. Individual Savings Accounts), en PEP og ISA eru breskir sjóðir fyrir sparifé. Hugtakið er oft notað í samhenginu ?skráð í viðurkenndri kauphöll?.

Skilgreiningu á viðurkenndri kauphöll er að finna í Kafla 841 í ICTA. Skilgreiningin tekur til Kauphallar Lundúna og allra kauphalla utan Bretlands sem svo eru tilgreindar í ákvörðun stjórnar HMRC.

Viðurkenning skv. kafla 841 í ICTA er eingöngu vegna skatta og veitir enga aðra stöðu í viðkomandi kauphöll: það felur ekki í sér neins konar viðurkenningu eða samþykki vegna eftirlits eða annars tilgangs, né neins konar samþykki eða tilmæli um þá fjárfestingarkosti sem eru skráðir eða sem viðskipti eru með í viðkomandi kauphöll.

Frá og með 31. mars 2006, hlýtur Kauphöll Íslands einnig viðurkenningu er lýtur að erfðafjársköttum.