Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöllinni námu rúmum 267 milljörðum í októbermánuði sem samsvarar 12,2 milljarða veltu á dag og lækkaði umtalsvert milli mánaða en í septembermánuði nam veltan 259 milljörðum á dag.

Þetta kemur fram viðskiptayfirliti Kauphallarinnar. Mest voru viðskipti með lengstu flokk ríkisbréfa, RIKB 19 0226 46 milljarðar og þá með RIKB 25 0612 44 milljarðar.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 150,8 milljörðum en viðskipti með íbúðarbréf námu 96,9 milljörðum.  Heildarmarkaðsvirði skráðra skuldabréfa nam rúmum 1.327 milljörðum og hækkaði um 0,29% milli mánaða.

Ávöxtunarkrafa þriggja mánaða óverðtryggðu vísitölunnar (OMXI3MNI) hækkaði um 98 punkta í mánuðinum og stendur nú í 8,48%.  Ávöxtunarkrafa eins árs óverðtryggðu vísitölunnar (OMXI1YNI) hækkaði um 58 punkta og er núna 7,62%.