Fréttir um uppsagnir á skuldabréfum bankanna hafa valdið miklum lækkunum í Kauphöllinni á dag en strax við opnun markaðarins byrjuðu bréf bankanna að falla.

Úrvalsvísitalan stendur hefur nú lækkað um 3,35% og stendur í 5. 443 stigum en náði þegar lægst var 5. 373 í morgun.

Bankarnir hafa allir lækkað mikið í dag Kaupþing banki mest eða 6,4% þá Landsbankinn 4,25 og Glitnir 2,9% einnig hefur FL Group lækkað í dag eða um 5,3% og Marel um 5,7%