Kauphöllin hefur ákveðið að fella niður öll viðskipti með hlutabréf Kaupþings banka hf. (auðkenni: KAUP) sem urðu á verðbilinu 27 til 820 á tímabilinu frá kl. 10:29:28 til kl. 10:30:00 (Viðskipti nr. 27-37).

Niðurfellingarnar eru gerðar á grundvelli greinar 5.7.3 í aðildarreglum NOREX. Kauphallaraðilar geta komist að samkomulagi um að fella niður önnur viðskipti á grundvelli mistakanna við innsetningu tilboðs segir í frétt Kauphallarinnar.