*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 10. september 2008 09:28

Kauphöllin færir Eimskipafélagið af Athugunarlista

Ritstjórn

Hlutabréf Eimskipafélags Íslands hafa verið færð af Athugunarlista með vísan til tilkynningar félagsins frá því í morgun.

Þar kom fram að Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa ákveðið að styrkja stöðu Eimskips, komi til þess að 207 milljóna evra, tæplega 27 milljarða króna, ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið.

Í tilkynningu frá Eimskipi segir að falli ábyrgðin á félagið, muni hópur fjárfesta undir forystu feðganna kaupa kröfuna og fresta gjalddaga hennar.

Kauphöllin setti félagið á Athugunarlista í gær vegna umtalsverðar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta eins og það var orðað í tilkynningu frá Kauphöllinni.