Í Kauphöllinnni í Sádí-Arabíu eru skráð 191 fyrirtæki en samanlagt heildarvirði þeirra er um 500 milljarðir dala eða sem nemur um 49.540 milljörðum króna. Þrátt fyrir að það sé há upphæð fyrir Íslendingum er það ekki nema helmingurinn af virði Apple að því er The Wall Street Journal greinir frá.

Hins vegar gæti Kauphöll Sáda, mælt eftir heildarverðmæti skráðra fyrirtækja, blásið út með skráningu eins fyrirtækis. Fyrirtækið sem um ræðir er Saudi Arabian Oil Co., olíurisinn sem er betur þekktur undir nafninu Aramco. Stjórnvöld áætla að virði Aramco gæti verið í kringum 2.000 milljarðar dala eða sem nemur 198.160 milljörðum króna.

Enn sem komið er er Kauphöll Sáda eina kauphöllin sem Aramco verður skráð í þrátt fyrir að allar helstu ríkisstjórnir og Kauphallir heims hafi verið að þrýsta á krónprins Sáda, Mohammed bin Salman, um að fá að taka þátt í skráningu félagsins.

Búist er við að skráning félagsins verði sú stærsta í heimi en starfsmenn Kauphallar Sáda hafa varið síðustu mánuðum í undirbúning meðal annars með fjárfestingu í nútímatækni og búnaði. Margir telja þó hæpið að svo lítil Kauphöll geti höndlað skráninguna og að hún verði henni ofviða.