Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 1,24% og stendur nú í 1898,2 stigum. Vísitalan stóð í rúmlega 1902 stigum í byrjun vikunnar og lækkaði því um rúm 2%. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,3 milljörðum en mest viðskipti voru með bréf Marel eða 305,1 milljón króna í 11 viðskiptum.

Í heildina hækkuðu 15 félög í virði en mest hækkuðu þó bréf Haga eða um 2,64% og standa nú í 40,8 krónum hvert. Næst mest hækkun var á bréfum Sjóvá eða um 2% og eru nú virði 15,28 krónur hvert. Þriðja mest hækkun var á bréfum Marel, um 1,65% og standa þau nú í 554 krónum hvert.

Einungis tvö félög á íslensku kauphöllinni lækkuðu í virði en það voru bréf Icelandair um 1,25% og bréf Brim um 0,26%.

Íslenska krónan lækkaði gagnvart öllum sínu helstu gjaldmiðlum en mest gagnvart sænsku krónunni eða um 0,66%.

Rauð vika að baki

Þegar litið er yfir vikuna sem nú er á enda var mest hækkun á bréfum Sýnar en þau hækkuðu um 4,6% í vikunni, þá hækkuðu bréf Haga um 2,8% og Sjóvá um 0,5%.

Vikan var nokkuð rauð en alls lækkaði gengi bréfa 14 félaga af 19. Mest lækkun varð á gengi bréfa Icelandair en þau lækkuðu um 8,4%, þá lækkuðu bréf Arion banka um 5,7% en mest velta var með bréf bankans í vikunni eða rúmlega 2,2 milljarðar.