Iðjagrænt er á nær öllum tölum í fyrstu viðskiptum dagsins eftir mikla lækkanir síðustu vikna. Við opnun markaða hefur úrvalsvísitalan hækkað um 3,4% í tæplega milljarðs viðskiptum.

Mest hækkun hefur verið á bréfum Icelandair Group eða 7,8% í 19 milljóna viðskiptum eftir tæplega 30% lækkunarhrinu síðustu daga. Þá hafa hlutabréf Festi hækkað um 4,1% í 64 milljóna viðskiptum auk þess sem bréf tryggingafélaganna hafa hækkað um 3,4-4,1% þar sem mest hækkun hefur verið á bréfum VÍS. Þá hafa bréf Eikar og Símans einnig hækkað um 4%.

Hækkanir fylgja þeirri þróun sem hefur átt sér stað á mörkuðum í Evrópu í morgun en eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í morgun hafa markaðir á meginlandinu tekið hressilega við sér eftir miklar lækkanir síðustu daga.