Kauphöllin í Dubai segist hafa svarað spurningum sænska fjármálaeftirlitsins, en það vildi fá nánari upplýsingar um hver áform kauphallarinnar með kaupum á 4,9% hlut í OMX kauphöllinni væru. Kauphöllin í Dubai gerði jafnframt kaupsamning um að auka hlut sinn í OMX upp í samtals 27,4%. Helena Ostman, talskona sænska fjármálaeftirlitsins, sagðist vonast eftir því að stofnunin gæti tekið ákvörðun á allra næstu dögum - jafnvel strax á morgun - um hvort kaup kauphallarinnar í Dubai á hlut í OMX muni leiða til yfirtökuskyldu.