Kauphöllin hefur tekið ákvörðun um að loka tímabundið fyrir aðgang Byr sparisjóðs, Byr verðbréfa og Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar, með vísan til yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Byrs og SpKef.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni en sem kunnugt er tók ríkið yfir rekstur þessara sjóða í gærkvöldi.

Þá hefur Kauphöllin ítrekað athugunarlistamerkingu fjármálagerninga Byr sparisjóðs og SpKef fyrir fjárfestum.