Kauphöllin, NASDAQ OMX, opnar í dag nýja vefsíðu fyrir fjárfesta sem fylgjast með norræna verðbréfamarkaðnum. Segir í tilkynningu að ný vefþjónusta sé á grundvelli óska viðskiptavina. Nýtt snið gerir notendum kleift að sérsníða vefsíðuna og fá ítarlegar rauntímaupplýsingar, að því er segir í tilkynningu.

“Viðskiptavinir okkar á norræna verðbréfamarkaðnum notast að mestu við afmarkaðan hluta þeirrar yfirgripsmiklu þjónustu sem NASDAQ OMX veitir, og þetta höfum við haft í huga við þróun á nýju vefsíðunni. Nýja norræna síðan mun veita viðskiptavinum okkar möguleika á að búa til sína eigin fjárfestingargátt þar sem þeir geta beint sjónum sínum að uppáhaldsmörkuðum sínum á sínu eigin tungumáli og þeim tegundum verðbréfa sem þeir eiga ásamt því að halda utan um eignasafn sitt. Með þessum endurbótum viljum ekki bara kynna viðskiptahlutann í vöruframboði okkar, heldur líka margar aðrar spennandi vörur og þjónustu sem NASDAQ OMX hefur upp á að bjóða á hverjum stað fyrir sig, svo sem Global Data Products, sem á þessari síðu, mun bjóða almennum fjárfestum upp á gögn í rauntíma í fyrsta skipti”, segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri NASDAQ OMX Nordic. „Nýja nasdaqomxnordic.com vefsíðan mun bjóða almennum fjárfestum upp á sérsniðna þjónustu, þar á meðal markaðsgögn í rauntíma og upplýsingar um tilboð á 5 hagstæðustu verðunum í tilboðabókum hlutabréfa fyrir þá fjárfesta sem kjósa MyPage+ áskrift*. Endurbætur nasdaqomxnordic.com er hluti af samfelldri viðleitni NASDAQ OMX Nordic kauphallanna til að efla samband við almenna fjárfesta og þátttöku þeirra á norræna verðbréfamarkaðnum, og styrkja stöðu NASDAQ OMX sem leiðandi tæknifyrirtækis og upplýsingaveitu. Nýja nasdaqomxnordic.com vefsíðan er hönnuð og byggð upp með bestu veflausnum til að tryggja framúrskarandi upplifun notenda og snögga afgreiðslu gagna, og mun verða grundvöllur frekari þjónustu NASDAQ OMX við almenna fjárfesta. * MyPage+ ákrift mun verða ókeypis á meðan á prófunarferli stendur, en eftir það mun verða sett á mánaðarlegt gjald.“ Vefsíða NASDAQ OMX.