Úrvalsvísitalan féll um 0,3% í dag er hlutabréfaverð 17 af 20 félögum aðalmarkaðar Kauphallarinnar lækkaði. Um er að ræða annan daginn í röð af lækkunum en gengi allra félaga aðalmarkaðarins lækkaði í gær.

Mesta veltan var með hlutabréf Kviku banka sem féllu um 1,7% í 1,1 milljarðs króna veltu. Gengi Kviku hefur nú lækkað um 11% á árinu og stendur í 13,8 krónum á hlut.

Aftur var töluverð velta með bréf Marels sem lækkuðu um 0,33%. Dagslokagengi Marels fór í fyrsta skipti undir 800 krónur frá árslokum 2020. Gildi lífeyrissjóður keypti í gær 300 þúsund hluti í Marel fyrir um 240 milljónir króna, ef miðað er við lokagengi félagsins. Gildi varð þar með fjórði hluthafi Marels sem fer með yfir 5% hlut.

Iceland Seafood lækkaði mest allra félag í dag eða um 1,7% í 112 milljóna viðskiptum. Gengi félagsins stendur nú í 14,35 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í lok febrúar 2021.

Þrjú félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en það voru Arion banki, Sjóvá og Icelandair, öll um rúmt hálft prósent.