*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 23. september 2021 17:20

Kauphöllin rauð á ný

Eftir grænan gærdag í Kauphöllinni urðu gengislækkanir fyrirferðamiklar á ný í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn

Eftir grænan gærdag var á ný rautt yfir að litast í Kauphöllinni að loknum viðskiptum dagsins. Gengi 13 félaga af þeim 20 sem skráð eru á aðalmarkað lækkaði og fyrir vikið lækkaði úrvalsvísitalan OMXI10 um 1,57%. Stendur hún nú í 3.176,99 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 3,2 milljörðum króna.

Einu gengishækkanir dagsins áttu sér stað hjá Skeljungi og Reginn. Í báðum tilfellum var þó um innan við1% hækkun að ræða.

Gengi bréfa Marels lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2% í 410 milljóna króna veltu. Í kjölfar þessa stendur gengi hlutabréfa félagsins í 882 krónum á hlut. Gengi Kviku banka lækkaði næst mest, um 1,75% í 239 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq