Sem svar við beiðni Kauphallarinnar hefur Seðlabanki Íslands ákveðið að viðskipti með erlend verðbréf í Kauphöllinni verði undanþegin takmörkunum á fjárfestingu.

Skilaskylda helst þó við sölu hlutabréfa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni en þann 2. desember óskaði Kauphöllin eftir því við Seðlabankann að viðskipti með færeysk verðbréf sem tekin hafa verið til viðskipta í Kauphöllinni yrðu undanþegin reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál frá 28. október 2008.