Kauphöllin hefur ákveðið að áminna olíuverslunina N1 opinberlega og beita févíti upp á 1,4 milljónir króna þar sem fyrirtækið skilaði ársuppgjöri sínu of seint.

Í tilkynningu kemur fram að N1 hafi gerst brotlegt við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.

N1 var með skráð skuldabréf á markaði og þurfi því að lúta reglum Kauphallarinnar um birtingu fjárhagsupplýsinga. Skuldabréfið féll á gjalddaga í vor og var það tekið úr viðskiptum í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar.