Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 0,65% í dag og stendur hún nú í 1.685,87 stigum. Velta á Aðalmarkaði nam nálega milljarði eða 960 milljón krónum.

Bréf Haga og Regins hækka mest

Mest hækkuðu bréf Haga, eða um 2,61% og kostar hver hlutur í fyrirtækinu nú 47,10 krónur. Viðskiptin námu 154 milljónum króna.

Næst mest hækkuðu bréf í Reginn en þau hækkuðu um 1,13% í viðskiptum sem námu 158 milljón krónum.

N1 og HB Grandi lækka mest, en í litlum viðskiptum

Mest lækkuðu bréfin í N1, en þau lækkuðu um 0,68% í litlum viðskiptum, eða rétt um 10 milljón króna viðskiptum. Kostar nú hvert bréf í fyrirtækinu 72,70 krónur.

Næst mest lækkuðu bréfin í HB Granda, eða um 0,50% í 30 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf fyrirtækisins á 29,70 krónur.

Mest viðskipti voru með bréf í Icelandair group, eða sem námu 344 milljón krónum, en bréf fyrirtækisins hækkuðu um 0,37%. Kostar nú hvert bréf fyrirtækisins 27,30 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,6% í dag í 0,9 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 4,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 4,4 milljarða viðskiptum.