Kauphöllinni í Tokyo var lokað fyrr í gær vegna mikilla lækkana, segir í frétt BBC News. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur til slíkra aðgerða.

Mikið magn bréfa voru seld í kjölfar frétta um rannsóknar á hvort bókhaldssvik hafi átt sér stað hjá netfyrirtækinu Livedoor.

Klukkan 14:40, að staðartíma, var ákveðið að loka kauphöllinni. Tuttugu mínútum fyrr en venjulega.

Viðskiptafjöldi dagsins var fjórar milljónir, sem er mjög nálægt hámarksgetu, en tölvukerfi kauphallarinnar ræður við 4,5 milljónir viðskipta.

Nikkei vísitalan lækkaði um þrjú prósentustig. Gengi tæknifyrirtækja eins og Canon og Toshiba fékk þungan skell.

Kauphöllin í Tokyo er sú næst stærsta í heimi.