Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja hf. sagði í samtali við vb.is að TM Software yrði rekið sem dótturfyrirtæki Nýherja hf. ?Við höfur átt mikið og gott samstarf við TM Software og teljum að kaupin á fyrirtækinu komi til með að efla starfsemi okkar. Langstærstur hluti tekna Nýherja verður til vegna þjónustu sem tengist ráðgjöf við rekstur og hugbúnað en ekki vegna sölu á vöru. Kaupin á TM Software koma til með að styrkja möguleika okkar enn frekar til að bætta þjónustuna til dæmis í tengslum við hýsingaþjónustu.?
Í máli Þórðar kom einnig fram að til stæði að bjóða öllum sem enn ættu hlut í TM Software að kaupa þeirra þrátt fyrir að ekki væri um yfirtökuskildu að ræða.

Í fréttatilkynningu frá frá Nýherja hf.  um kaupin segir að Nýherji hf. hafur samið um kaup á 77% af hlutafé í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf., af Straumi hf. FL Group hf. og Tryggingamiðstöðinni hf. Markmiðið með kaupunum er að styrkja stöðu Nýherja samstæðunnar á sviði rekstrarþjónustu, hýsingar og þróunar sérhæfðra hugbúnaðarlausna fyrir fyrirtæki.