*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 20. mars 2017 09:27

Kaupin á Arion ekki skammtímafjárfesting

Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, segir að kaupin á Arion banka séu hugsuð til meðallangs eða langs tíma.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir í samtali við Fréttablaðið að kaup sjóðsins á 9,99% hlut í Arion banka séu hugsuð til meðallangs eða langs tíma. Hægt er að lesa ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Brosens hér.

Brosens segir að þeir hjá Taconic Capital séu meðvitaðir um að vogunarsjóðir séu almennt ekki taldir æskilegir eigendur banka. Hann bendir á að það sé ekki hægt að setja alla vogunarsjóði undir sama hatt og segir að sumir sjóðir séu uppbyggilegri en aðrir í fjárfestingum sínum. Brosens sjálfur er meðal þeirra sem standa að baki sjóðum sem kaupir í Arion banka.

Spurður hvort að sjóðurinn stefni að því að vera virkur eigandi í Arion banka segir Brosens að hann vilji vera „uppbyggilegur ráðgjafi“. Hann segir að Taconic Capital ætli ekki að vera afskiptasamur eigandi, en vilji hann veita þá aðstoð sem hann þarf á að halda.

Síðar á árinu hefur Taconic Capital kauprétt á stærri hlut í bankanum en ef að bankinn eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum þarf hann samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Hann segir að sjóðurinn muni strax fara í ferli með FME hvort að hvort að Taconic Capital fái mögulega að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Þó muni sjóðurinn taka ákvörðun hvort að kauprétturinn verði nýttur þegar að því kemur.