Breska félagið Domino's Pizza Group (DPG) hefur formlega selt allt hlutafé sitt í Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Domino's á Íslandi, til PPH ehf. Salan gekk formlega í gegn þann 31. maí síðastliðinn.  Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í London.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um kaup PPH ehf. á Domino´s á Íslandi en Birgir Þór Bieldvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir, Bjarni Ármannsson og Guðbjörg M. Matthíasdóttir eru stærstu eigendur félagsins. Birgir er jafnframt hluti af í eigendahópi Domino's starfseminnar í Noregi og Svíþjóð ásamt því að vera sérleyfishafi að rekstrinum í Finnlandi.

Sjá einnig: Domino's á markað?

DPG selur Domino´s á Íslandi fyrir um 2,4 milljarða króna en félagið borgaði um 8 milljarða króna á árunum 2016 og 2017 fyrir reksturinn.